
Gunnhildargerði í Hróarstungu á Fljótsdalshéraði.
Á árunum kringum aldamótin 1900 ólst myndarlegur hópur níu systkyna upp á bænum Gunnhildargerði í Hróarstungu á Fljótsdalshéraði, börn hjónanna Sigmundar Jónssonar og Guðrúnar Ingibjargar Sigfúsdóttur. Út af þessum systkinum er margt fólk komið, sem ber sterkt ættarmót.
Árið 1985 kom út ritið Gunnhildargerðisætt – Niðjatal Sigmundar Jónssonar og Guðrúnar Ingibjargar Sigfúsdóttur. Í formála segir að ritið hafi verið sprottið af áhuga ættfólksins á:
- að vita deili hvert á öðru og þeim sem tengjast ættinni
- að varðveita og heiðra minningu Sigmundar og Guðrúnar í Gunnhildargerði.
Líta má á vefsíðu þessa sem rökrétt framhald af þessu góða riti og að uppsetning hennar sé byggð á sama grunni og að ofan greinir.
Í formála ritsins segir að hugmynd um að skrá niðja Gunnhildargerðishjóna hafi kviknað austur á Egilsstöðum sumarið 1980. Þráinn Jónsson, sem ásamt Pétri Einarssyni var fjárhagslegur ábyrgðarmaður fyrirtæksins, flutti hugmyndina til Reykjavíkur og fékk góðar undirtektir hjá ættfólki þar. Haldinn var allfjölmennur ættarfundur um málið í Sigtúni í nóvember sama ár. Var sett á laggirnar óformleg ritnefnd, opin starfsfúsum ættmennum…..