Myndir – leiðbeiningar

Að setja inn mynd í grein á vefinn gunnhildargerdi.com

Skýringamynd 1

1. Staðsetjið músarbendilinn þar sem myndin á að fara inn.

Sjá rauða ör merkt 1 á myndinni hér að ofan.

  • Smellið á Media hnappinn „Add Media“ í aðgerðarstikunni, sjá rauða ör merkt 3 á myndinni hér að ofan.
  • Þá kemur upp eftirfarandi valmynd:

Skýringamynd 2

A. Ef að myndin er nú þegar til staðar í kerfinu velur maður hana (sjá t.d. rauð ör merkt 2 á myndinni hér að ofan) með músarbendlinum og ýtir svo á Insert takkann (sjá rauða ör merkt 3 á myndinni hér að ofan. Myndin kemur þá inn þar sem þið settuð músarbendilinn á síðuna.

B. Ef að myndin er ekki til í kerfinu ýtir þú Add new takkan (sjá rauða ör merkt 1 á myndinn hér að ofan). Þá ertu komin inn í möppukerfi tölvunnar þinnar og finnur þar þá möppu sem þú hafðir vistað myndina inn í. Tvísmellir á myndina og þá er myndin komin inn í kerfið:

Skýringarmynd 3

2. Þá velur þú myndina (sjá ör 1 á skýringarmynd 3) og ýtir á Insert takkann (sjá ör merkt 2 á skýringarmynd 3).Þá á myndin að vera komin þar sem þú vildir að hún kæmi í textanum á síðunni og þá er næst að stilla hana af:

Skýringarmynd 4

3. Hér sjáið þið til þess að jöfnun myndarinar sé stillt á þá sem ör 1 bendir á á skýringarmynd 4. Annars er hætta á að textinn og myndirnar fari á flakk. Ýtið því næst á blýantinn (sjá rauða ör merkt 2 á skýringarmynd 4).  Þá kemur eftirfarandi valmynd upp:

Skýringarmynd 5

Hér skrifar þú myndatexta í Caption, t.d. Þórey Sævar og Örn
Svo velur þú stærðina í Size og eins og er ætlum við að miða við eftirfarandi:
Fyrir portrait myndir (sem eru meira á hæðina en breiddina): 300×400
Fyrir landscape myndir (sem eru meira á breiddina en hæðina): 400×300
Fyrir jafnar myndir 1×1: 400×400

Ath: Ef að myndin þolir ekki það þegar þið veljið þessar fyrirframgefnu stærðir (t.d. skerst myndin þannig að haus eða persóna fer útaf myndinni) þá er betra að velja Full size og minnka þá myndina handvirkt í rithamnum.

=> ýtið svo á update (sjá ör 3 skýringarmynd 5) og þá er myndin komin í stærðina sem við viljum hafa hana í. Mikilvægt að ýta líka á update á síðunni sjálfri í hvert skipti sem maður er búinn að gera breytingar. Sjár ör 2 á skýringarmynd 1 hér efst á síðunni.