Katrín Sigmundsdóttir

KatrinSigmundsdottirLitil

Katrín Sigmundsdóttir

Sigfús Magnússon

Sigfús Magnússon

Katrín Sigmundsdóttir fæddist í Gunnhildargerði hinn 3. febrúar 1892, dóttir hjónanna í Gunnhildargerði, Guðrúnar Sigfúsdóttur og Sigmundar Jónssonar. Ólst hún upp í stórum systkinahópi við leik og störf. Hún giftist Sigfúsi Magnússyni bónda á Galtastöðum ytri og eignuðust þau fjögur börn. Þrjú þeirra komust til fullorðinsára, en eitt dó í frumbernsku.

Katrín átti við mikla vanheilsu að stríða síðustu æviárin og andaðist 7. ágúst 1934.

Katrín var vel gerð kona, glaðlynd og hafði ánægju af söng, sjálf hafði hún góða söngrödd. Þá spilaði hún á harmoníku, sem hún hafði eignast á unga aldri.

Katrín var mjög gjafmild kona. Hún átti erfitt með að sjá aðra líða án þess að reyna að bæta hag þeirra og í mörgum tilfellum gaf hún meira frá sér en hún hafði efni á.

1f  Katrín Sigmundsdóttir, f. 3. febrúar 1892 í Gunnhildargerði, d. 7. ágúst 1934 í Rvík, hfr. Galtastöðum, Tunguhr., N-Múl.  – M. 9. ágúst 1922, Sigfús Magnússon, f. 14. júní 1874 í Hallfreðarstaðahjáleigu, Tunguhr., N.-Múl., d. 19. okt. 1951 á Ísafirði, bóndi Galtastöðum. For.: Magnús Jónsson, bóndi í Hallfreðarstaðahjáleigu og á Galtastöðum, f. 9. apríl 1830, d. 17. maí 1907, og k.h. Guðlaug Sigfúsdóttir, f. 16. des. 1849, d.30. apríl 1877.                        Börn þeirra: a) Guðrún Margrét, f. 13. júní 1923, b) Ingólfur, f. 20. mars 1925, c) Brynhildur, f. 24. sept. 1927, d) Sigmundur, f. 24. des. 1929.