Hjónin í Gunnhildargerði
Guðrún Ingibjörg Sigfúsdóttir og Sigmundur Jónsson.
Þessir þættir um hjónin í Gunnhildargerði í Hróarstungu, Guðrúnu Ingibjörgu Sigfúsdóttur og Sigmund Jónsson, og búskap þeirra eru mikið byggðir á frásögn Guðlaugar Sigmundsdóttur, dóttur þeirra, og fleiri manna, er mundu þau hjón og þekktu þau vel. Þá hefur verið stuðzt við skriflegar heimildir, t.d. kirkjubækur, sóknarmannatöl, manntöl og fleiri heimildir, sem nefndar eru um leið og til þeirra er vitnað.
—
Guðrún Ingibjörg Sigfúsdóttir fæddist á Nefbjarnarstöðum í Hróarstungu 5. september 1862. Foreldrar hennar voru hjónin Björg Eiríksdóttir frá Vífilsstöðum í sömu sveit og Sigfús Þorkelsson frá Njarðvík í Borgarfirði eystra. Þau bjuggu þá í tvíbýli á Nefbjarnarstöðum móti Birni Hallasyni og konu hans Jóhönnu Björnsdóttur, foreldrum Halldórs í Húsey. Björg var fædd 22. október 1824. Foreldrar hennar voru Eiríkur Bjarnason bóndi á Vífilsstöðum í Hróarstungu og Katrín Guðmundsdóttir, kona hans. Sigfús var fæddur 9. janúar 1835. Foreldrar hans voru Þorkell Sigurðsson bóndi í Njarðvík í Borgarfirði eystra og Ingibjörg Jónsdóttir, kona hans.
Fyrri maður Bjargar Eiríksdóttur hét Þorsteinn Guðmundsson. Þau bjuggu á Nefbjarnarstöðum. Þorsteinn dó 17. ágúst 1859. Dóttir þeirra hét Katrín, f. árið 1848. Hún ólst upp hjá móður sinni og stjúpa (Sigfúsi Þorkelssyni) eftir dauða föður síns. Katrín fór síðar til frændfólks síns á Vífilsstöðum og dó þar árið 1886.
Úr prestsþjónustubókum Kirkjubæjar í Hróarstungu:
1860
„Sigfús Þorkelsson yngismaður búandi á Nef bjarnarstöðum 27 ára kvænist 17. október 1860 Björgu Eiríksdóttur ekkju, búandi á Nefbjarnarstöðum 35 ára. Svaramenn: Hans: Hreppstjórinn Hallur Einarsson bóndi á Litlasteinsvaði. Hennar: Guðmundur Bjarnason bóndi á Hallfreðarstöðum. Í kirkju eftir 3 lýsingar“.
Börn þeirra:
1861
„Kristján Eiríkur, fæddur 3. september 1861, skírður 5. september af presti. Foreldrar: Sigfús Þorkelsson bóndi og Björg Eiríksdóttir egtahjón á Nefbjarnarstöðum. Guðfeðgin: Björn Hallason bóndi á Nefbjarnarstöðum, Jón Vigfússon bóndi á Gunnhildargerði, Ragnhildur Guðmundsdóttir yfirsetukona á Straumi.“
1862
„Guðrún Ingibjörg, fædd 5. september 1862, skírð 7. september af presti. Foreldrar: Sigfús Þorkelsson bóndi og Björg Eiríksdóttir egtahjón á Nef bjarnarstöðum. Guðfeðgin: Jón Vigfússon bóndi á Gunnhildargerði, Stefán Magnússon á Kyrkjubæ, Þórunn Benediktsdóttir ekkja á Heiðarseli.“
1863
„Málfríður Ragnhildur, fædd 12. september 1863, skírð 13. sept. heima af presti. Foreldrar: Sigfús Þorkelsson bóndi og Björg Eiríksdóttir egtahjón á Nefbjarnarstöðum. Guðfeðgin: Jón Vigfússon bóndi á Gunnhildargerði, Sigurgeir Jónsson bóndi á Galtastöðum ytri, Þórunn Benediktsdóttir ekkja á Heiðarseli.“
1865
„Guðlaug María, fædd 6. ágúst 1865, skírð l3. ágúst heima af presti. Foreldrar: Sigfús Þorkelsson bóndi og Björg Eiríksdóttir egtahjón búandi á Straumi. Guðfeðgin: Magnús Magnússon yngismaður á Kyrkjubæ, Eiríkur Bjarnason ekkjumaður á Vífilsstöðum, Þórunn Benediktsdóttir ekkja í Heiðarseli.“
Kristján Eiríkur Sigfússon deyr 7. júní 1877. Guðrún Ingibjörg Sigfúsdóttir deyr 8. ágúst 1925. Málfríður Ragnhildur Sigfúsdóttir deyr 17. febrúar 1894. Guðlaug María Sigfúsdóttir deyr 14. ágúst 1951.

Guðrún Ingibjörg, Guðlaug og Málfríður Sigfúsdætur
Guðrún fluttist með foreldrum sínum frá Nefbjarnarstöðum að Straumi í sömu sveitvorið 1865. Fjölskyldan er raunar í sóknarmannatali Kirkjubæjarkirkju skráð það ár á Nefbjarnarstöðum, en þá hlýtur sóknarmannatalið að hafa verið gert síðari hluta vetrar 1865, því að Guðlaug María, yngsta dóttir hjónanna, var fædd á Straumi 6. ágúst 1865,og þegar hún var skírð 13. ágúst sama ár voru foreldrar hennar skráðir búandi á Straumi.Fjölskyldan hlýtur því að hafa flutzt að Straumi vorið 1865. Í sóknarmannatali eru taldir níu heimilismenn á Straumi árið 1871.
Sigfús, faðir Guðrúnar, dó á Straumi 2. apríl 1872. Hélt Björg áfram búskap þar eftir lát manns síns.
Úr prestsþjónustubókum Kirkjubæjar í Hróarstungu: “Guðrún Ingibjörg Sigfúsdóttir frá Straumi fermd 1877 á Hvítasunnu, les ágætlega, kann ágætlega, hegðun ágætleg. Móðirin: Ekkjan Björg Eiríksdóttir búandi á Straumi.“

Kristbjörg Jónsdóttir frá Dagverðargerði, föðursystir Guðrúnar Sigfúsdóttur
Presturinn, sem fermdi Guðrúnu (20. maí), var séra Hjálmar Þorsteinsson, prestur á Kirkjubæ árin 1870-1883. Kristján Eiríkur Sigfússon, sonur Bjargar, dó á Straumi 7. júní 1877 á sextánda ári. Eftir lát Kristjáns fluttist Björg með dætur sínar, Guðrúnu 15 ára og Guðlaugu 12 ára, að Vífilsstöðum til Eiríks bróður síns. Var hún þá að líkindum orðin veik. Dó hún á Vífilsstöðum 30. desember 1877 á 54. ári.
Málfríður Ragnhildur, dóttir Bjargar og Sigfúsar, hafði ung verið tekin í fóstur að Vífilsstöðum til Eiríks, móðurbróður síns. Hvaða ár hún fór þangað, er ekki vitað, vegna þess að sóknarmannatal vantar, en ekki er ólíklegt að það hafi verið árið 1865, sama árið og foreldrar hennar fluttust að Straumi og Guðlaug fæddist. Árið 1869 er hún ekki skráð á Vífilsstöðum og ekki heldur á Straumi. Árið 1871 er Málfríður skráð á Vífilsstöðum , ,fósturbarn 7 ára` `, en hún hefur verið komin þangað fyrr. Trúlega hefur gleymzt að skrá hana, enda voru það ekki einsdæmi. Málfríður var alltaf talin fósturdóttir Eiríks á Vífilsstöðum.
Guðrún var á Vífilsstöðum næstu árin. Hinn l. október 1880, þegar aðalmanntal fór fram, er hún skráð þar “vinnukona 18 ára, systurdóttir bónda: `
Séra Einar Jónsson, prófastur, segir í Ættum Austfirðinga um Eirík á Vífilsstöðum m.a.: „Eiríkur Eiríksson bjó á Vífilsstöðum góðu búi, ókv. , bl. , vænsti maður. Hann bjó fyrst með Katrínu systur sinni þangað til hún dó 1894.“
Í Íslenskum æviskrám segir svo um Eirík m.a.: „Talinn að ýmsu með merkustu bændum, atorku- og dugnaðarmaður, en hélt sér lítt fram til virðinga. Ókv. og bl. , en ól upp 10 fósturbörn.“ Þessi ummæli í Ísl. æviskrám eru tekin úr eftirmælum í Óðni eftir Björn Hallsson á Rangá, nágranna Eiríks. Í þessum eftirmælum segir margt fleira um Eirík honum til hróss, t.d. að hann hafi verið greiðamaður og oft hjálpað öðrum um hey á harðindavorum.

Eiríkur Eiríksson bóndi á Vífilsstöðum og síðar í Dagverðargerði, móðurbróðir Guðrúnar Sigfúsdóttur
Vífilsstaðaheimilið hefur verið myndarlegt og reglusemi mikil á hlutum, bæði innanbæjar og utan. Talið er, að fólki hafi verið haldið vel til vinnu um heyskapartímann og mikið kapp lagt á að afla nógra heyja til vetrarins. Á veturna var unnið af kappi við tóskapinn og veitti ekki af því, þegar marga þurfti að klæða. Bæði nærföt og ytri fatnað handa heimilisfólkinu þurfti að vinna úr ullinni á veturna og einnig rúmföt, (brekán og rekkjuvoðir).
Víst má telja, að það hafi verið mikið lán fyrir Guðrúnu að flytjast að Vífilsstöðum til frændfólks síns og dveljast þar unglingsárin eftir lát foreldra sinna. Dvölin á því heimili hefur orðið henni góður skóli og undirbúningur undir húsmóðurstörfin, sem hennar biðu á fullorðinsárunum. Á þessum árum hefur hún vanizt mikilli vinnusemi, vönduðum vinnubrögðum og handavinnu ýmiss konar. Lærði hún þar „að breyta ull í fat og mjólk í mat“ eins og oft er sagt.
Ekki er ólíklegt, að Guðrúnu hafi á stundum orðið hugsað til Vífilsstaðaheimilisins, þegar hún ung að árum (20 ára) tók við búsforráðum á eigin heimili og fór að skapa þar heimilisvenjur og stjórna störfum innanbæjar.
Frá Vífilsstöðum fór Guðrún vinnukona að Gunnhildargerði og giftist þar 23. desember 1882 Sigmundi Jónssyni, sem telja má öruggt að tekið hafi við búi af móður sinni vorið 1883, samkv. Hreppsbókum Tunguhrepps árin 1875 -1898.

Sigmundur Jónsson, rúmlega tvítugur
Sigmundur Jónsson var fæddur í Gunnhildargerði í Hróarstungu 4. ágúst 1852. Voru foreldrar hans hjónin Guðrún Ásmundsdóttir frá Dagverðargerði í sömu sveit og Jón Vigfússon, bóndi í Gunnhildargerði.
Eftirfarandi kafli er tekinn upp úr bókinni Ættir Austfirðinga (bls. 951) eftir séra Einar Jónsson prófast:
„Jón Vigfússon, f. l0/6 1797, ólst upp í Gunnhildargerði hjá Magnúsi föðurbróður sínum, og bjó þar síðan langa ævi farsælu búi, hraustmenni og dugnaðarmaður, vænsti maður, mjög lengi meðhjálpari. Átti: I., 7/ll 1821 Sesselju Pálsdóttur frá Heykollsstöðum, f. um 1792, hún dó 1849. Þ.b.: Páll, Rannveig, Magnús, Vigfús. 11., 17/10 1850, Guðrúnu Ásmundsdóttur . . . frá Dagverðargerði. Þ.b.: Sigmundur, Ásmundur, Þórarinn, Sesselja. Jón dó 30/6 1866. ll voru börn hans efnileg og vænstu menn. Guðrún bjó eftir hann í Gunnhildargerði með börnum sínum og komst vel af, þangað til Sigmundur tók við.“
Úr prestsþjónustubókum Kirkjubæjar í Hróarstungu:
„Giptir“
1821 7/11
„Jón Vigfússon vinnumaður í Gunnhildargerði, 24 ára og Cecilía Pálsdóttir vinnukona s.st. Svaramenn: Hans: Magnús Thómasson bóndi í Gunnhildargerði, hennar: Páll Magnússon faðir hennar bóndi á Heykollstöðum, í kirkju. Helmingafélag. Lofa skriflega að láta sig vaccinera hið fyrsta þá duglegt bólumeðal fáist.
Fædd börn þeirra:
1823
“Páll Jónsson f. ll/9, skírður af presti heima sama dag. Foreldrar: Jón Vigfússon og Cecilía Pálsdóttir ektahjón búandi í Gunnhildargerði. Guðfeðgin: Jón Hjörleifsson bóndi á Nef bjarnarstöðum, Þóra Árnadóttir og Guðfinna Magnúsdóttir báðar til heimilis í Gerði.”
1828
“Rannveig Jónsdóttir f. 5/8, skírð í kirkju sama dag. Foreldrar Jón Vigfússon bóndi í Gunnhildargerði og Cecilía Pálsdóttir kona hans. Guðfeðgin: Jómfrú Björg Guttormsdóttir prófasts á Hofi og Sigríður Einarsdóttir þjónustustúlka á Kirkjubæ.”
1830
“Magnús Jónsson f. 9/4, skírður í kirkju 10/4. Foreldrar: Jón Vigfússon bóndi í Gunnhildargerði og kona hans Cecilía Pálsd. Guðfeðgin: Jens Níelsson vinnum., jómfrú Þórunn Pálsdóttir og Hildur Eiríksdóttir vinnukona, öll til heimilis á Kirkjubæ.”
1832
“Vigfús Jónsson f. 10/2, skírður í kirkju l2/2. Foreldrar: Jón Vigfússon og Setzelía Pálsdóttir búandi ektahjón á Gunnhildargerði. Guðfeðgin: Magnús Guðmundsson bóndi á Galtastöðum, Jón Sigfússon bóndi á Geirastöðum og Ragnhildur Vigfúsdóttir ógift vinnukona s.st.”
Dánardægur fósturforeldra Jóns Vigfússonar:
1840
“Magnús Tómasson ekkjumaður frá Gunnhildargerði dó 23/12 1840. Dó af aldurdóms kröm og brjóstveiki 81 árs.”
1839
“Rannveig Magnúsdóttir gamalmenni frá Gunnhildargerði dó 7/11. Dó af aldurdóms hrumleika. Aldur 91 árs.”
Jón Vigfússon var talinn sterkur, sbr. Ísl. þjóðsögur og sagnir Sigfúsar Sigfússonar, Afreksmannasögur, X. flokkur, bindi II, bls. 286-300. Útg. í Hafnarfirði árið 1935. Þar er þess m.a. getið, að hann hafi borið skírnarfont þann, sem lengi stóð við dyr Kirkjubæjarkirkju, kringum kirkjuna. Sigfús telur font þennan vera 50 fjórðunga (284 kg.) að þyngd. Væri hægt að ganga úr skugga um þyngd hans, því að hann er nú á Þjóðminjasafni Íslands.

Guðrún Ingibjörg, Guðlaug og Málfríður Sigfúsdætur
Úr prestsþjónustubókum Kirkjubæjar í Hróarstungu:
1849
“Dó 25/8 Secelía Pálsdóttir, kona frá Gunnhildargerði. Dáin af innvortis sjúkdómi (gæðsku kona) 56 ára.”
Þegar Jón Vigfússon missir fyrri konu sína, Secelíu Pálsdóttur, í ágúst 1849, er Páll sonur þeirra farinn frá Gunnhildargerði. Heimilisfólkið var þá samkvæmt sóknarmannatali Kirkjubæjar það ár:
“Jón Vigfússon bóndi 52 ára. Börn bónda: Magnús 19 ára, Vigfús 17 ára, Rannveig 21 árs. Tökubörn: Hjörleifur Jónsson 17 ára, Jón Jónsson 7 ára, Pétur Magnússon 7 ára, Sigþrúður Pétursdóttir ll ára.”
Úr prestsþjónustubókum Kirkjubæjar í Hróarstungu:
“Í Hjónaband samangéfnir Árið 1850”:
“Jón Vigfússon Ekjumaður búandi á Gerði 53ia ára. Guðrún Ásmundsd. Ingisstúlka 3lis árs. Saman gefin í kirkju eptir 3 lýsingar. Giptingardagur 17. Otbr Svaramenn: hann sinn sjálfur henar Faðirin Ásmundur bóndi Dögunargerði. Brúðguminn giptr í 2. sinn. Fjarselagt að lögum.”
**********
**********
Börn þeirra:
1852
“Sigmundur Jónsson, fæddur 4. ágúst 1852,skírður Aug 4. Foreldrar: Jón Vigfússon bóndi og Guðrún Ásmundsdóttir hans kona á Gunnhildargerði.”
1853″Ásmundur Jónsson, fæddur 18. júlí 1853, skírður 19. júlí heima af presti. Foreldrar: Jón Vigfússon bóndi og Guðrún Ásmundsdóttir hans kona í Gunnhildargerði. Guðfeðgin: Vigfús Jónsson vinnumaður í Gunnhildargerði, Magnús Jónsson vinnumaður.”
1855 Þórarinn Jónsson, fæddur 16. Marz 1855, skírður 17. Marz heima afpresti. Foreldrar Jón Vigfússonbóndi og Guðrún Ásmundsdóttir hans kona í Gunnhildargerði. Guðfeðgin: Ásmundur Bjarnason bóndi í Dögunarg., Jón Bjarnason bóndi á Hlíðarhúsum, Ragnhildur Guðmundsdóttir á Vífilsstöðum.”
1858″Setcelja Sigríður Jónsdóttir fædd l. Júní 1858,skírð 2nn Júní heima afpresti. Foreldrar: Jón Vigfússon bóndi (og) Guðrún Ásmundsdóttir egtahjón í Gunnhildargerði. Guðfeðgin: Vigfús Jónsson vinnumaður í Gunnhildargerði, Björn Hallasonbóndi á Nefbjarnast., Oddný Tunisdóttir vinnukona á Stórabakka.”
Sigmundur deyr 18. janúar 1925, 72ja ára.Ásmundur deyr 18. júní 1878, á 25. aldursári.Þórarinn deyr 22. júní 1876, 21 árs.
Sesselja Sigríður deyr 17. apríl 1888, 29 ára.1866
“Dáinn 30ta Júní Jón Vigfússon bóndi á Gunnhildargerði 69 ára. Greftrunardagur 7da Júlí.”1867
“9.da Júní, fermdur Sigmundur Jónsson fæddur 4da Aug. 1852. Kann allvel lærdóminn og skilur fær gott orð. Foreldrar: Jón Vigfússon og Guðrún Ásmundsdóttir egtahjón á Gunnhildargerði.”
(Magnús Bergsson var prestur á Kirkjubæárin 1852-1868).
Þegar Jón Vigfússon andaðist sumarið 1866voru fjögur elztu börnin farin að heiman, gift
og farin að búa annars staðar. Heima voru yngri systkinin fjögur: Sigmundur elztur 13ára, Ásmundur 12 ára, Þórarinn 11 ára og Sesselja Sigríður 8 ára. Ekki er lík1egt, aðvinnufólk hafi verið þetta ár eða þau næstu.
Sóknarmannatal vantar árin 1866, 1867 og 1868, en sóknarmannatal er til 1869 og eru þá aðeins ekkjan og yngri börnin í heimili. Sóknarmannatal er ekki til árið 1870, en sóknarmannatal er til 1871 og er svohljóðandi um Gunnhildargerði:
1871″Guðrún Ásmundsdóttir ekkju húsfr 52 ára. Börn húsfreyju: Sigmundur Jónsson 19 ára ágætl.lesandi, Ásmundur Jónsson 18 ára vel dável lesandi, Þórarinn Jónsson 16 ára vel lesandi; allir velkunnandi og vel uppaldir Sesselja Sigríður Jónsd.13 ára ágætl. lesandi og kunnandi.”
Sóknarmannatal vantar 1872-1890 (líkl.brunnið). Séra Hjálmar Þorsteinsson varprestur á Kirkjubæ 1870-1883.
Líklegt er, að erfiðar ástæður hafi verið áheimilinu í Gunnhildargerði næstu árin eftirlát Jóns Vigfússonar. Búið var lítið og vinnukraftur var aðeins ekkjan, Guðrún Ásmundsdóttir, og börn hennar fjögur ung að árum, öll innan við fermingu.
Til var uppskrift af búinu í Gunnhildargerði,gerð árið 1866 eftir að Jón Vigfússon dó. Sú uppskrift hefur að líkindum verið gerð eftir aðskipti á eignum búsins fóru fram og eldri systkinin fjögur, sem farin voru að búa annarsstaðar, voru búin að fá föðurarf sinn.
Þessi uppskrift af búinu var í eigu Guðlaugar, dóttur Sigmundar, en blaðið er því miður glatað nú, lenti í bruna á Bergstaðastræti 70 í Reykjavík. Guðlaug segir, að búið hafi verið mjög lítið, minnir hana að ærnar hafi aðeins verið 38 og stórgripir fáir. Ef til vill hafa verið einhver lömb og fáeinir sauðir, hún man það ekki, en líklegt er það.
Má merkilegt vera, hvernig hægt hefur verið fyrir ekkju með fjögur börn að lifa af afurðum af svo litlu búi.
Dýrleikijarðarinnar eftirjarðamati árið 1861 var aðeins 6, 59 hndr. , og tún gaf í meðalári af sér 60 hesta og “útengjar snögglendar, ósléttar, votlendar og reitingssamar.” Hefur því orðið að treysta mikið á útbeit á veturna.
Augljóst er, að á svona lítilli og kostarýrri jörð, var ekki hægt að framfleyta mörgum gripum eða stórbúi. Tveir eldri bræðurnir, Magnús og Vigfús, voru nýfarnir að heiman með fé sitt og kannski hesta, og því gat búið ekki hafa verið stórt.
Skv. bókinni Árferði á Íslandi í þúsund ár eftir Þorvald Thoroddsen er árið 1866 talið hafa verið , ,eitt af mestu harðindaárum á 19. öld og mikið ísaár” og gaddur á engjum sums staðar í Múlasýslum s.hl. júlí. Næstu ár voru harðinda- og ísaár. Árið 1867: “Í Múlasýslum voru harðindi svo mikil, að ekki var borinn ljár í gras fyrr en seint í júlí.” Árið 1868 kom vont fjárskaðaveður yfir Austurland 15. október, og fórst þá margt fé á Upphéraði. , , Í Fljótsdal var fjártjónið talið um 2000 . . . Langmest var fjártjón þetta um Upphérað allt og Jökuldal, minna á Úthéraði og í Fjörðum: `
Flest árin frá 1868-1879 voru harðindaár á Austurlandi. Af þeim voru 6 ísaár, og var ísinn stundum landfastur við Austurland.
Ekki er sennilegt, að búið í Gunnhildargerði hafi stækkað mikið á þessum árum, en þó bendir margt til þess, að afkoman hafi verið allsæmileg og aldrei orðið sultur í búi. Bræðurnir hafa eflaust unnið mikið á unglingsárum sínum, en hljóta jafnframt að hafa haft dágott viðurværi (þ.e. fengið nógan og kjarngóðan mat), því að þeir þroskuðust vel og urðu burðamenn. Talið er, að þeir hafi æft glímu á unglingsárunum eins og títt var á þessum tímum.
Rétt er að láta fljóta hér með smáfrásögn, sem Sigmundur sagði börnum sínum og hló að. Var auðfundið, að honum var þetta atvik minnisstætt, þótt langt væri liðið, síðan það gerðist. Hefur það komið við kviku á sínum tíma, og lýsir að nokkru skaplyndi hans þótt umkomulítill væri.
Haustið 1866, þegar Sigmundur var nýlega orðinn 14 ára, var hann sendur í göngur að Hofteigi á Jökuldal, því að þangað hafði fé frá Gunnhildargerði verið rekið um vorið til sumarbeitar í Hofteigsheiði. Kvöldið fyrir gangnadaginn sátu aðkomandi gangnamenn á rúmum í Hofteigsbaðstofu. Kom þá presturinn í Hofteigi, séra Þorvaldur Ásgeirsson, í baðstofu, heilsar gestum og spjallar líklega eitthvað við þá, en segir svo að lokum, að það sé alls ekki forsvaranlegt að senda svona ungan dreng sem gangnamann í Hofteigsheiði. Sigmundur reiddist þessum orðum prests, og ætlaði að rísa snarlega á fætur og andmæla presti, en við hlið hans sat eldri maður, sem Jón hét og var frá Nefbjarnarstöðum, næsta bæ við Gunnhildargerði, og kippti hann í Sigmund niður í sætið og sagði ósköp rólega við prest, að líklega hefði ekkjan í Gunnhildargerði ekki haft annan betri til að senda í göngurnar í þetta sinn en fyrirvinnuna sína. Sagði prestur ekkert við þessu og gekk burt.
Sigmundur sagði að sögu lokinni, að þetta hefði auðvitað verið alveg rétt hjá presti. Hét hann því með sjálfum sér að duga sem bezt í göngunum daginn eftir, enda gekk allt vel í þeim, og hafði enginn neitt upp á hann að klaga. Var hann þakklátur Jóni á Nefbjarnarstöðum fyrir að hafa komið í veg fyrir, að hann svaraði presti í reiði.
Sigmundur sagði einnig frá því, að eitt sinn á unglingsárum þeirra bræðra hefði skollið á blindbylur, og áttu þeir þá í miklum erfiðleikum með að koma fé heim til húsa. Meðal fjárins var sauður einn mislitur, sem ákveðið hafði verið að láta upp í landsskuldina. Forustufé var oft mislitt, og er líklegt að presturinn á Kirkjubæ hafi verið búinn að óska eftir að fá forustusauð upp í landsskuldina. Hafi því þessi sauður verið honum ætlaður, enda enginn annar sauður líklegur til að verða léttrækur. Kom þeim bræðrum saman um að þessum sauð yrðu þeir fyrst og fremst að koma í hús, annars kynni móður þeirra að verða útbyggt af jörðinni, ef hún gæti ekki staðið í skilum með landsskuldina. En þetta fór allt betur en á horfðist, því að eftir mikið strit og langan tíma tókst þeim loks að koma flestu fénu í hús og þar á meðal “landsskuldarsauðnum: `
Björgun landsskuldarsauðsins hefur orkað mjög á Sigmund, og þess vegna orðið honum svo minnisstæð. Hann var elztur bræðranna, sem heima voru, fyrirvinna móðurinnar og fannst hann bera ábyrgðina á búinu, ef eitthvað færi úrskeiðis.
Sigfús Sigfússon, þjóðsagnaritari, segir í Ísl. þjóðsögum og sögnum um yngri börn Jóns Vigfússonar:
“Börn Jóns hin yngri urðu hvert öðru atgerfismeira og duglegra. Sigmund bilaði snemma heilsa, en þó varð han elztur þeirra systkina. . . Guðrún lifði Jón lengi og bjó með börnum sínum í Gerði. Sigmundur var mest fyrir búinu, var hann búmaður góður og berserkur til vinnu; Ásmundur varglímu- og átakamaður Þó var Þórarinn talinn þeirra sterkastur og fágætur atgerfismaður Hann bar korntunnu neðan frá f(jóti heim að bæ, er hann var 12 ára og skírnarfontinn úr og í kirkju tæpra 18 ára. Allir voru þeir bræður hneigðir til stórvirkja og afburðamenn til vinnu. Seselía var eins að sínu leyti. En ekkert þeirra naut aldurs, nema Sigmundur, sem var heilsutæpastur Hann dó gamall, útslitinn af framúrskarandi ákafa og dugnaði. Það var mál manna, að þeir bræður hefðu fallið á undan eðlilegum tíma fyrir oftök sín, og þótti mikill skaði af því.”
Geir Stefánsson á Sleðbrjót í Jökulsárhlíð, dóttursonur Sigmundar (sonur Bjargar Sigmundsdóttur á Sleðbrjót), er áhugasamur um að afla sér upplýsinga um ættmenn sína frá fyrri tímum. Er eftirfarandi frásögn um Ásmund og Þórarin, bræður Sigmundar, frá honum:
“Mamma mín sagði mér, að Ásmundur hefði grafið allur út, og trúlegt væri að þar hefði verið um berkla að ræða. Var honum komið til Þorvarðar læknis Kjerúlfs á Ormarsstöðum, en hann gat ekki tekið Ásmund inn á sitt heimili, og þá var honum komið fyrir á Setbergi, sem er bær ekki langt frá Ormarsstöðum. Þá bjó á Setbergi Einar Sveinsson, faðir Einars Sveins í Hlíðarhúsum. Spurði ég Einar Svein eitt sinn út í þetta. Læt ég svo Einar Svein tala: “Ég man vel eftir Ásmundi, hann 1á í húsi, þar sem við sváfum strákarnir. Þegar við vorum að fljúgast á þarna inni hjá Ásmundi og reyna okkur á ýmsu, skalf Ásmundur í rúminu af áhuga og tók sýnilega mjög nærri sér að geta ekki verið með í leiknum.”
Mamma sagði mér eftir Kristbjörgu í Dagverðargerði, sem mundi vel eftir Ásmundi, að hann hefði verið kátur, skemmtilegur og fyndinn. Einnig sagði mamma mér, að Ásmundur hefði ekki verið eins mikill burðamaður eins og þeir bræður hans, en afar vaskur, léttvígur og glíminn.
Þá kemur röðin að Þórarni. Orsökin að aldurtila hans, sagði mamma, var þessi: Þórarinn var lánaður inn í Kirkjubæ til þess að taka gröf. Kom mikill gröftur og líkamsleifar löngu dáinna manna upp úr gröfinni. Þórarinn var ákafamaður og sótti verkið fast og var þar af leiðandi heitur að verki loknu. Hráslagasveljanda veður var úti, og fór Þórarinn þegar heim ti1 sín. Daginn eftir var Þórarinn veikur og dó innan fárra daga. Var talið, að hann hefði dáið af óhollum dömpum við grafartökuna, og má það vel vera. En hitt er ekki ótrúlegt, að of kæling hafi valdið veikindum Þórarins, nema að hvort tveggja hafi verið. Lungnabólga drap flesta, sem hana fengu á þessum tíma.
Þórarinn var talinn ákaf lega þrekmikill og sterkur maður. Hefur verið sagt með fullum rökum, að hann hafi borið skírnarfontinn, sem stóð framan við útidyrnar á Kirkjubæjarkirkju, inn að altari og út aftur.
Nú vill svo vel til að ég þekkti mann, sem sá Þór arin og mundi vel eftir honum. Maður þessi var Guðjón Þórarinsson, bóndi í Bakkagerði. Hann var hjá fóður sínum á Dratthalastöðum á þeim árum, sem Þórarinn var að alast upp í Gunnhildargerði. Guðjón sagði mér: “Það var eitt vor, sem við vorum að stía á Dratthalastöðum á stekknum norður við Fljótið. Fljótið var þá í miklum vexti og flóði alveg upp að bökkum. Sáum við þá, að maður kemur róandi á ferju yfir Fljótið og miðar vel. Reri ferjumaður ferjunni að grasbakka`; sem Guðjón sagði, að mundi hafa verið um einn metri á hæð fyrir ofan vatnsborð. “Snarast ferjumaður upp á bakkann og grípur í stefnið á ferjunni og kippir í einu átaki upp á bakkann. Sáum við þá að þetta var Þórarinn í Gunnhildargerði.” Þá sagði Guðjón að faðir sinn hefði sagt: „Þetta er laglega af sérvikið af 14 ára dreng.“
Guðjón var ábyggilegheita maður til orðs og æðis. Guðjón sagði, að Þórarinn hefði verið stór og sterkur, en holdgrannur. Hendurnar hafi verið ístærra meðallagi, afar hnúasverar, en holdgrannar.“
Lýkur hér frásögn Geirs á Sleðbrjót.Margir töldu, að Sigmundur hefði tekið við búi í Gunnhildargerði strax eftir dauða föður síns árið 1866, en það getur ekki verið rétt; hann var of ungur til þess (ekki lögráða). Hitt má fullyrða, að hann hafi verið forsjármaður og fyrirvinna móður sinnar, enda elztur sona hennar. Yngri bræðurnir hafa unnið búinu eftir megni, þar til þeir önduðust, Þórarinn árið 1876, 21 árs að aldri, og Ásmundur tveimur árum seinna á 25. ári.
Í bókinni Sveitir og jarðir í Múlaþingi, I.bindi, bls. 338, er talið, að Sigmundur og Guðrún hafi tekið við búi í Gunnhildargerði árið 1868. Ekki er vitað um heimildir fyrir þeirri fullyrðingu. Þetta ár varð Sigmundur 16 ára(4. ágúst), unglingur í Gunnhildargerði, og Guðrún varð 6 ára (5. september), telpa hjá foreldrum sínum á Straumi, og var hún þá tæplega farin að hugsa um hjúskap eða búskap!
Eftir fráfall þeirra bræðra, Þórarins og Ásmundar, hefur þurft að taka vinnufólk. Aðalmanntal var tekið 1. október 1880, og stendur þar um Gunnhildargerði:
“Guðrún Ásmundsdóttir 62ja ára húsmóðir búandi
Sigmundur Jónsson 28 ára
Ó sonur hennar, fyrirvinna
Sezelja Sigríður Jónsdóttir 22ja ára
Ó. dóttir húsmóður
Hallgrímur Jónsson 44 ára G. vinnumaður Rebekka Jónsdóttir 46 ára kona hans vinnukona
Kristín Marja Hallgrímsdóttir 11 ára
Ó. barn þeirra
Þórarinn Björnsson 15 ára Ó tökudrengur Magnús Jóhannesson 6 ára Ó tökudrengur
Jón Magnússon 35 ára Ó trésmiður að smíðum.
Lögheimili Sörlastaðir í Seyðisfirði Magnús Ólafsson 31 árs Ó vinnu.Lögheimili Mjóanes í Skógum (á ferð).”(Ó: ógift(ur), G: giftur)
Magnús Jóhannesson var fæddur á Fossvöllum í Jökulsárhlíð 26. apríl 1874, óskilgetinn. Foreldrar hans voru Jóhannes Magnússon, vinnumaður á Hauksstöðum, og Margrét Magnúsdóttir á Fossvöllum. Sigmundur tók hann í fóstur mjög ungan (1-2ja ára) og var Magnús síðan talinn fóstursonur hans. Magnús var þéttvaxinn og talinn karlmenni að burðum. Hann kvæntist 1897 Ólöfu Guðmundsdóttur (f. 23. febrúar 1863, d. 30. marz 1929), Jónssonar bónda í Arnkelsgerði á Völlum.Sigmundur var svaramaður þeirra. Magnús bjó nær fjóra áratugi á Hellisfjörubökkum í Vopnafirði (frá 1904), og eftir dauða konusinnar bjó hann þar með ráðskonu. Þótti honum alltaf vænt um æskuheimili sitt og kom oft austur í Gunnhildargerði, einkum eftir haustannir og dvaldi þá um kyrrt 2-3 daga. Mátti þá vel á honum sjá, hversu vænt honum þótti um Sigmund og Guðrúnu. Hann kom einnig austur og var við útför fósturforeldra sinna árið 1925. Magnús dó 15. júlí 1945 á Sjúkrahúsi Seyðisfjarðar. Þau Magnús og Ólöf áttu einn son, er Nikulás hét, og var hann skrifaður fyrir búinu tvö síðustu árin, sem þeir feðgar eru á Hellis fjörubökkum með fólk sitt (1943 og 1944). Nikulás dó 21. ágúst 1979 á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri. Hann var ókvæntur og barnlaus.
Einnig ólst upp í Gunnhildargerði Friðbjörg Jónsdóttir. Hún var dóttir Jóns Matthíassonar og Pálínu Sveinsdóttur, sem fluttu að Stóra Steinsvaði 1882 með börn sín, sjö að tölu. Þá var Friðbjörg eins árs, fædd 11. maí árið 1881að Hólum í Norðfirði. Guðrún og Sigmundur tóku hana í fóstur mjög unga, og kallaði Friðbjörg þau alltaf mömmu og pabba.
Ekki er vitað nú, hve lengi Friðbjörg var í Gunnhildargerði, en eftir að hún fór skrifuðust þær á, Björg, elzta heimasætan í Gunnhildargerði, og hún, og eru enn til tvö bréf frá Björgu til Friðbjargar, skrifuð um aldamótin.
Friðbjörg giftist 11. júní 1905 Guðmundi Magnússyni, bónda í Kjólsvík í Borgar fjarðarhreppi, og bjuggu þau þar nokkur ár, en fluttu síðan í Bakkagerðisþorp.
Börn þeirra voru: Emilía, Magnús, Jón Matthías, Sigurður, Kristján og Jóhann Sigurður.
Guðmundur Magnússon andaðist 19. september 1923 í Bakkagerði í Borgarfirði. Var þá yngsta barnið eins árs.
Friðbjörg flutti til Reykjavíkur árið 1933 og hélt þar heimili með sonum sínum nokkur ár.Hún andaðist í Reykjavík á heimili Sigurðar, sonar síns, ritstjóra Þjóðviljans, 29. ágúst 1943, 62 ára.
Björn Hallsson, hreppstjóri og alþingismaður á Rangá í Hróarstungu, skrifaði eftirmæli eftir Sigmund í Gunnhildargerði, sem birtust í Óðni árið 1925. Segir þar, að þau Guðrún og Sigmundur hafi gift sig 23. desember 1880, efnalítil. Ártalið hlýtur að vera prentvilla. Þau giftu sig árið 1882, sbr. eftirfarandi tilvitnun íprestsþjónustubók Kirkjubæjar í Hróarstungu :
“Sigmundur Jónsson á 30ta ári fyrirvinna móður sinnar á Gunnhildargerði Guðrún Ingibjörg Sigfúsdóttir vinnukona á 20ta ári til heimilis á Gunnhildargerði saman géfin í heimahúsum eptir Leifisbrjefi frá amtinu dagsettu 4ða Nov 1882.
Giftingardagur 23ja December 1882. Svaramenn:Páll umboðsmr Ólafsson á Hallfreðarstöðum og Guttormur bóndi Sigurðsson á Galtastöðum(ytri)”
Sóknarpresturinn á Kirkjubæ, séra Hjálmar Þorsteinsson, gaf brúðhjónin saman. Athyglivekur, að við innfærslu giftingar í prestsþjónustubók telur séra Hjálmar Sigmund vera “á 30ta ári”, en hann er þá orðinn 30 ára (f. 4. ágúst 1852). Séra Hjálmar telur Guðrúnu vera”á 20ta ári”, en hún er þá 20 ára (f. 5. september 1862).
Séra Hjálmar hætti prestskap á Kirkjubænæsta ár, 27. marz 1883, rúmlega 68 ára.Til er alllöng brúðkaupsræða, sem séra Hjálmar flutti við hjónavígsluna, og er húndagsett 23. desember 1882. Páll Ólafssonskáld á Hallfreðarstöðum, flutti ungu hjónunum brúðkaupsvísur við þetta tækifæri. (Sjá Ljóðmæli eftir Pál Ólafsson, II. bindi, bls.98-99, útgefandi Jón Ólafsson, Reykjavík 1900).
Má ætla, að þetta hafi verið allgóð brúðkaupsveizla og gleðskapur og a.m.k. eitthvað smávegis í staupinu til að hressa mannskapinn, sbr. síðustu vísu Páls í brúðkaupsvísunum.
Húsakynni í Gunnhildargerði hljóta að hafaverið allsæmileg, annars hefði ekki verið hægt að hafa brúðkaupsveizluna heima og bjóða þangað m.a. sjálfum umboðsmanni klausturjarða og skáldi, Páli Ólafssyni, og Ragnhildi, konu hans, sóknarprestinum, frændfólki og nánustu vinum. Mætti ætla, að búið hafi veriðað byggja nýju baðstofuna. Við hana var bætt einu stafgólfi árið 1905. Hún var rifin árið 1926.
Eftirfarandi upplýsingar eru frá Ármanni Halldórssyni, kennara og bókaverði við Héraðsskjalasafn Austfirðinga á Egilsstöðum:
“Úr hreppsbókum Tunguhrepps 1875-1898
Í bókinni eru tíundarskrár (útsvarsskrár) og tilgreindir fyrst búendur á jörðum, síðan húsmenn og þá vinnumenn, sem telja fram.
Árið 1882 er Guðrún Ásmundsdóttir búandi í Gunnhildargerði, en árið eftir Sigmundur Jónsson. Hann er einnig talinn fyrir framtali á hreppamóti haustið 1883. Það er því öruggt, að hann hefur tekið við búinu þetta ár. Í prestsþjónustubók Kirkjubæjar er skráð gifting Sigmundar og Guðrúnar 23. des. 1882.
Bústofn þeirra skv. framtali 1883: 1 kýr, 2 mjólkandi kvígur eða aðrir nautgripir, 56 leigufærar ær með lömbum, 60 geldær og/eða tvævetrir sauðir, 70 gemlingar, 6 hestar og 1 tryppi. Tíund 154 fiskar (tíundarskrá). Sigmundur þá 5. í bændaröð ofan frá. Hærri tíund greiða Eiríkur í Bót, Ólafur Hjörleifsson s.st., Hallur á Rangá, Eiríkur á Vífilsstöðum og Páll Ólafsson, sem er hæstur með 260 fiska.”
Líklega hefur Sigmundur verið búinn aðeignast mikinn hluta af búinu fyrir vinnu sína og umsjón búsins í mörg ár, áður en hann varskrifaður fyrir því árið 1883.
Tvö síðustu árin, áður en Sigmundur tók viðbúi, voru harðindaár, einkum þó árið 1882.Mætti því ætla, að ekki hafi þá verið vænlegt að byrja búskap, en þá brá til hins betra.Næstu tvö árin voru allgóð, sérstaklega þó árið 1884, en árin 1885-1888 voru erfið búskaparár á Austurlandi og ís við Austfirði þrjú ár í röð(1886-1888). Árin 1889 og 1890 voru talin góðár, en 1891 tæplega meðalár. Árið 1892 varharðindaár og mikill ís við Austfirði, og fór hann ekki algjörlega fyrr en eftir miðjan júní.Grasvöxtur var þá lítill á Austfjörðum og óþurrkatíð, hey urðu bæði lítil og ill. Árið 1893voru hagbönn og harðindi á Austfjörðum framyfir miðjan marz. Haustveðrátta óstöðug, bleytukaföld. Gengu fellibyljir yfir Austurland 23.-25. október og urðu skaðar bæði áhúsum og heyjum. Af árunum 1894-1900 voru tvö hin fyrstu góð ár, hin síðari líklega allgóð. (Heimildir: Árferði á Íslandi í þúsund ár eftir Þorvald Thoroddsen, Kaupmannahöfn 1916 og 1917).
Eins og áður segir, er Gunnhildargerði lítiljörð og engjalítil. Var því ekki hægt að framfleyta þar stóru búi nema leita annarra úrræða. Þegar fjölskyldan stækkaði, þurfti búiðað stækka í sama hlutfalli og þó heldur meira en það, því að bæjarhús og peningshús þurfti að endurbyggja og stækka.
Stærra jarðnæði lá ekki á lausu, og tók þá Sigmundur það ráð að fá lánaðar engjar á ýmsum stöðum, t.d. hjá nágrönnum, en oft þurfti lengra að sækja heyskap. Heyskaparfólkið bjó þá í tjöldum og matbjó þar. Þurfti að færa því matföng að heiman og fleira, sem það þurfti á að halda. Heyjum var kastað á staðnum og ekið heim á sleðum á veturna.
Sigmundur fékk stundum lánaðar engjar í Fremraseli í Hróarstungu. Erfiðara hefur veriðað sækja heyskap yfir jökulvötnin, Lagarfljót og Jökulsá á Brú. Eitt sinn a.m.k. heyjaði hann með fólki sínu austur í Hjaltastaðaþinghá við svokallaðan Engilæk og þar í grennd.Þurfti þá að fara yfir Lagarfljót. Hann hafði jafnan sjálfur ferju á Fljótinu á Rimanum sem kallað var, gegnt bænum, og hefur það verið mikið hagræði, meðan á þessum heyskap stóð. Hann fékk einnig engjar lánaðar norður í Jökulsárhlíð í Blautumýri, sem er í landi Ketilsstaða. Einu sinni leigði hann hálfa jörðina Sleðbrjót í Jökulsárhlíð í eitt ár.
Úr þessum heyskaparvandræðum rættist eftir aldamótin. Sigmundur fékk árið 1901byggða hálfa Nefbjarnarstaði, syðri hlutann, sem lá að landi Gunnhildargerðis.
Þegar Sigmundur var að alast upp, hefur túnið í Gunnhildargerði verið mjög lítið og þýft nema hólarnir. Guðrún Ásmundsdóttir, móðir Sigmundar, mundi eftir því, þegar Lágin, vestan við Bæjarhólinn, rúmlega ein dagslátta, varóræktarmólág, en var síðar breytt í tún. (Sögn Geirs á Sleðbrjót eftir Björgu móður hans, en hún mundi eftir Guðrúnu ömmu sinni).
Kringum Móhúsið norð-norðvestur af bænum voru óræktarmóar. Eftir aldamótin voru smám saman gerðar sléttur vestan og norðan við Móhúsið. Um aldamótin voru gerðar fyrstu slétturnar í túninu, að hluta úr óberjum, neðst (austast) í túninu. Það voru svonefndar beðasléttur (ávalar sléttur).
Sigmundur lét stinga upp móana utan (norðan) við túnið og slétta þá og bar þar á moðsalla, afrak og húsdýraáburð. Þessar spildur urðu með tíð og tíma að sléttu túni. Áburðarskortur kom í veg fyrir öra stækkun túns.Nokkrar sléttur voru og gerðar í gamla túninu.
Þessar framkvæmdir juku smám saman gæði jarðarinnar og borguðu sig með meiri töðufeng.
Eins og áður er getið, voru 8 manns í heimili í Gunnhildargerði og einn trésmiður að auki”að smíðum”, heimilisfastur annars staðar, þegar aðalmanntal var tekið þ. 1. október árið 1880. Næstu ár er ekki vitað um tölu heimilisfólks, vegna þess að sóknarmannatöl eru ekki til (hafa brunnið). Eftir giftingu þeirra Sigmundar og Guðrúnar árið 1882, fæddust börn þeirra eitt af öðru og urðu 10 alls. Elzta barnið, Björg, fæddist árið 1884, en yngsta barnið, Sigfús, árið 1905. Einnig fjölgaði vinnufólki. Móðir Sigmundar, Guðrún Ásmundsdóttir, andaðist úr lungnabólgu þ. 10. maí árið 1891, þá talin vera 71 árs.
Sóknarmannatal er til frá árinu 1891; þá voru 12 manns í heimili í Gunnhildargerði. Árin 1892-1907 voru í heimili 14-17 manns, fyrir utan kennara á veturna og oft aðkomubörnum tíma til að njóta kennslu með heimilisbörnunum. Eftir 1907 fer heimilismönnum fækkandi; 1908 og 1909 eru 12 í heimili og næstu sex ár 10 í heimili.
Þau Sigmundur og Guðrún í Gunnhildargerði nutu engrar skólagöngu í æsku. Á þeim tímum var ekki skólaskylda eða skólar til fyrir alþýðu í landinu. Skylt var þó að kenna börnum lestur og kristindóm, og áttu prestar að líta eftir, að það væri gert. Kristindómsnámi átti að vera lokið, áður en barnið væri orðið fullra 14 ára. Prestar húsvitjuðu og litu eftir kunnáttu barna í þessum greinum.
Hjónin í Gunnhildargerði höfðu því í æsku lært að lesa og lært kristindóminn (kverið)eins og skylt var, en þau höfðu einnig lært að skrifa og að líkindum eitthvað svolítið í reikningi að auki. Skrift og reikning (einskonartölur) var ekki lögboðið að kenna börnum fyrr en árið 1880.
Sigmundur og Guðrún höfðu mikinn áhuga á því, að börn þeirra lærðu meira en það, sem lög mæltu fyrir. Þess vegna tóku þau heimiliskennara á eigin kostnað til þess að kenna börnum sínum og öðrum börnum, sem á heimilinu voru.
Veturinn 1893-1894 dvaldist Guðrún til lækninga í Reykjavík, sem síðar verður að vikið. Kynntist hún þar ungri stúlku (25 ára), Friðriku Kolvíu Lúðvíksdóttur, systur Lárusar Lúðvíkssonar, kaupmanns í Reykjavík. Samdist svo með þeim, að Friðrika kæmi austur næsta haust og gerðist kennari dætra Guðrúnar. Var Friðrika kennari í Gunnhildargerði veturinn 1894-1895 (skráð í kirkjubók).Hefur Friðrika líklega verið fyrsti heimiliskennari í Gunnhildargerði. Hún kenndi þennan vetur fjórum elztu systrunum í Gunnhildargerði, Björgu, Guðrúnu, Þóreyju og Önnu, einnig Bjarna Sigurðssyni, dreng, sem átti þar heima. Börn af næstu bæjum nutu einnig kennslu Friðriku, en ekki er vitað, hve mörg þau voru; aðeins vitað með fullri vissu um tvær stúlkur, Sæbjörgu Ísleifsdóttur frá Ekru í Hjaltastaðaþinghá og Halldóru Björnsdótturfrá Galtastöðum.
Aðrir kennarar voru þessir: Sigurður Antoníusson kenndi nokkra vetur. Sigfús Sigfússon, þjóðsagnasafnari, kenndi veturinn 1905-1906, ekki vitað hve marga mánuði. Þórey Sigmundsdóttir kenndi nokkra vetur (síðast 1908-1909). Friðrik Hansen kenndi 1910-1911.
Ekki er vitað, hve lengi þessir heimiliskennarar í Gunnhildargerði kenndu þar á hverjum vetri. Sennilega hafa flestir þeirra kennt á fleiri bæjum sama veturinn. Þó er talið víst, að Friðrika hafi kennt allan veturinn í Gunnhildargerði. Oft fengu börn frá öðrum bæjum að vera um tíma og njóta kennslunnar, því aðekki tóku allir, sem börn áttu, heimiliskennara.
Fræðslulögin voru sett árið 1907, en komu ekki til framkvæmda í Hróarstungu fyrr en veturinn 1911-1912, að farkennsla byrjaði.
Þann vetur kenndi Sigríður Einarsdóttir í Hróarstungu. Hún var þá nýútskrifuð úr Kennaraskólanum í Reykjavík. Áður höfðu foreldrar orðið að kosta kennslu barna sinna.
Guðrún í Gunnhildargerði fór til lækninga til Reykjavíkur með skipi frá Seyðisfirði haustið 1893. Var ígerð í höfði, bak við annað eyrað. Læknir hennar í Reykjavík var Hans H.J. Schierbeck, landlæknir, danskur maður. Þurfti hann að höggva upp beinið bak við eyrað, þar sem ígerðin var. Sú aðgerð hefur að líkindum verið framkvæmd á Sjúkrahúsinu við Þingholtsstræti, en hve lengi Guðrún dvaldist þar eftir þessa aðgerð, er ekki vitað. Sjúkrahúslæknir var þá Jónas Jónassen, en landlæknir var í sjúkrahússtjórn.
Guðrún dvaldist í Reykjavík um veturinn á heimili Ólafs Runólfssonar og Kristínar Ólafsdóttur, konu hans, að Laugavegi 15. Ólafur var austan af Fljótsdalshéraði, og voru þeir kunningjar Sigmundur í Gunnhildargerði og hann.
Ólafur var bókhaldari við bóksölu Sigfúsar Eymundssonar í Reykjavík. Hann var seinni maður Kristínar, ekkju Ólafs kaupmanns í Hafnarfirði. Þau voru barnlaus. Kristín átti nokkur börn frá fyrra hjónabandi sínu. Meðal þeirra voru séra Ólafur Ólafsson, prófastur í Hjarðarholti, f. 22. ág. 1860, faðir Kristínar Ólafsdóttur, læknis, konu Vilmundar Jónssonar, landlæknis, og Valgerður Ólafsdóttir, kona Karls Nikulássonar á Akureyri. Þennan vetur var Valgerður heima hjá móður sinni og stjúpa, þá um tvítugt. Voru þær mæðgur Guðrúnu sérstaklega góðar, og tókst með þeim vinátta, sem entist ævilangt, og skrifuðust þær á lengi.
Skipaferðir kringum landið voru strjálar um þessar mundir og engar frá Reykjavík til Austurlands. Kom Guðrún landveg austur norðanlands vorið 1894. Var hún samferða þingmönnum, sem voru að fara heim til sín að loknu þingi. Þar á meðal var frændi hennar, Jón Jónsson frá Sleðbrjót, þingmaður Norðmýlinga, og voru þau samferða alla leið austur á Fljótsdalshérað. Guðrún þurfti að kaupa sér hest og reiðtygi til fararinnar. Var hún heppin með hestakaupin. Hesturinn, sem hún keypti, var traustur og góðgengur. Hét hann Valgarður, en var venjulega kallaður Móri. (Guðlaug man vel eftir honum). Söðullinn og beizlið, sem Guðrún keypti, voru vandaðir og góðir gripir og entust henni til æviloka.
Guðrúnu fannst hún standa í mikilli þakkarskuld við Kristínu Ólafsdóttur, og hafði hún mikinn hug á að launa Kristínu allar hennar velgjörðir við sig veturinn, sem hún dvaldist á heimili hennar. Kom Guðrúnu ráð í hug; hún vissi að það var metnaðarmál Kristínar og Ágústu Svendsen vinkonu hennar að nota íslenzkt efni í föt sín, en ekki danskt efni, sem þá var komið í tízku. Guðrún var mikil tóskaparkona og spann oft smátt band, sem ofið var í fína dúka (vaðmál), sem ætlaðir voru í peysuföt og svuntur. Sendi hún Kristínu stundum slíka dúka, og lét Kristín lita þá og lóskera og notaði þá í föt sín. Kristín vissi, að ekki var hægt að fá vaðmál lóskorið á Austurlandi, og bauð hún Guðrúnu að láta lita og lóskera dúka fyrir hana í Reykjavík, ef hún sendi sér þá, og að því loknu senda henni þá með næstu skipsferð austur. Þáði Guðrún þetta góða boð með þökkum og fékk þannig miklu fínna efni en ella í föt sín og annarra, sem hún þurfti að klæða.
Fráfærur voru alltaf í Gunnhildargerði og nóg mjólk á sumrin. Sendi Guðrún Kristínu stundum smjör og osta og vandaði mjög til þeirrar matargerðar.
Eftir beiðni Ágústu Svendsen sendi Guðrún henni einnig dúka í föt. Ágústa sendi Guðrúnu m.a. silkisvuntu og slifsi í staðinn. Voru það mjög vandaðir gripir og entust Guðrúnu ævilangt, enda aðeins notaðir við hátíðleg tækifæri.
Þess má geta, að áður en skipið sem Guðrún fór með til Reykjavíkur, fór frá Seyðisfirði, kom Eiríkur, bóndi í Bót í Hróarstungu, til Guðrúnar og fékk henni svo lítið bar á 30krónur til fararinnar og sagði um leið, að hann hefði haldið að Sigmundur í Gerði hefði ekki haft of mikið af aurum. Voru það ekki litlir peningar á þeim tímum. Þetta drengskaparbragð Eiríks mundu þau hjónin í Gunnhildargerði æ síðan, og mátti aldrei á Eirík halla í orðræðum, þegar þau heyrðu til.
Margir töldu, að Eiríkur í Bót væri aðsjáll nokkuð, en trúlegt er, að hann hafi fleiri stutt, sem með þurftu, en ekki látið mikið á því bera. Svo var a.m.k. álit þeirra Guðrúnar og Sigmundar í Gunnhildargerði.
Sigmundur í Gunnhildargerði keypti stundum fé og fleiri gripi af mönnum, sem voru að fara til Ameríku. Þau kaup munu jafnan hafa farið fram á vorin, og þurftu vesturfararnir að fá gripina borgaða strax. Verð gripanna hefur því verið miðað við staðgreiðslu og sennilega verið fremur lágt, og hefur Sigmundur ætlað að hagnast á kaupunum með því að selja féð að haustinu (þ.e. leggja það inn í verzlun).
Ekki hefur verið auðvelt á þeim árum að kaupa fé gegn staðgreiðslu, nema fyrir sterkefnaða menn, sem áttu peninga heima fyrir, t.d. “enska gullið” frá Englendingum, sem átímabili keyptu væna sauði af Íslendingum og greiddu í gulli. Bankar voru ekki á Austurlandi á 19. öldinni, sem hægt var að taka lán hjá gegn ábyrgð efnamanna (víxlar). Fyrsti sparisjóður á Íslandi var að vísu stofnaður á Seyðisfirði árið 1868, en talið er að hann hafi starfað aðeins skamma hríð. Íslandsbanki var stofnaður í Reykjavík árið 1904, og stofnaði hann útibú á Seyðisfirði sama ár.
Bankavöntun á Austurlandi hefur þó e.t.v.ekki sakað Sigmund í Gunnhildargerði mikið.Hann hafði óbeit á víxillánum og tók þau aldrei. Hann vildi heldur ekki skrifa upp ávíxla fyrir aðra, jafnvel þó kunningjar hans og vinir ættu í hlut. Töldu margir þetta ógreiðasemi af Sigmundi, en hann hefur trúlega látið sér það í léttu rúmi liggja. Hann kvaðst heldur vilja lána manni, sem hann treysti, peninga, ef hann ætti þá til, heldur en ábyrgjast víxilskuldir, sem óvíst væri, hvort hann gæti greitt, ef með þyrfti, án þess að skerða bústofn sinn.Sigmundur hefur ekki viljað stofna öryggi hins barnmarga heimilis síns í neina hættu aðóþörfu.
Sigmundur var greiðamaður að undanteknum þessum víxiláskriftum og þótti hann oft fljótur að bæta úr þörf annarra, ef hann gat það. Einnig var hann talinn skilamaður. Verzlaði Sigmundur við Gránufélagsverzlunina á Vestdalseyri við Seyðis fjörð og mun jafnan hafa staðið í skilum þar. Verzlunarstjóri við þá verzlun árin 1892-1914 var Einar Th. Hallgrímsson, mesta valmenni. Varð fljótt góður kunningsskapur með honum og Sigmundi, og áttu þeir góð skipti saman. Lánaði Einar Sigmundi peninga til þess að greiða búféð að vorinu með loforði um, að þeir yrðu greiddir aðhaustinu með auknu innleggi í verzlunina.(Upplýsingar frá Geir Stefánssyni á Sleðbrjót, eftir móður hans).
Þessi gripakaup Sigmundar hafa auðvitaðverið nokkur áhætta; féð gat drepizt og verðlagá fé (“prísar”) gat orðið lægra en haustið áður.Trúlega hefur Sigmundur, áður en hann ákvað kaupin, reiknað með að nokkur afföll gætu orðið af gripunum og gert tilboð í þá með það í huga. Svo mikið er víst, að engar sögur fóru af því, að hann hefði tapað á kaupunum. Hefur Einar á Vestdalseyri sýnt Sigmundi mikið traust og haft tiltrú á skilvísi hans og mati á þessum viðskiptum. Það eru e.t.v. þessi gripakaup Sigmundar, sem Guðmundur Jónssonfrá Húsey kallar “glæfralegt ráðlag hans” ílýsingu sinni á Sigmundi í kaflanum , , Nokkrir bændur í Tunguhreppi` ` í bókinni Að vestan, fjórða bindi, bls. 86. Sem betur fór tapaði þó Sigmundur aldrei svo miklu á þessu “ráðlagi”sínu, að hann þyrfti að bregða búi þess vegna og flytjast af landi brott í von um betri afkomu annars staðar.
Aðeins er nú vitað um nöfn þriggja vesturfara, sem Sigmundur keypti af búfé. Jón Jónsson, bóndi og trésmiður á Ketilsstöðum í Jökulsárhlíð, systursonur Sigmundar, og kona hans, Guðlaug Sigfúsdóttir, systir Guðrúnar í Gunnhildargerði, fóru til Ameríku vorið 1893. Keypti Sigmundur af þeim fé og einhverja stórgripi. Meðal þeirra var mosóttur hestur, sem hét Mósi, og Guðlaug Sigmundsdóttir man vel eftir. Annar var Hjálmar Helgason, bóndi á Ekru í Hjaltastaðaþinghá, sem hætti búskap árið 1901 og fór til Ameríku.Keypti Sigmundur af honum um vorið , ,bú` `hans eins og það var orðað, þ.e. sauðfé og einhverja stórgripi. Hinn þriðji var Ólafur Magnússon á Sleðbrjót í Jökulsárhlíð, sem hættibúskap þar árið 1905 og fór til Ameríku. Sigmundur keypti af honum sauðfé hans og einhverja stórgripi um vorið.
Séra Magnús Bjarnason var prestur á Hjaltastað árin 1888-1896, en þá fluttist hann að Kirkjubæjarklaustri. Vorið 1896 keypti Sigmundur af honum allmargt fé, og mátti hann velja úr fjáreign prests. Hefur Sigmundur sennilega þurft að borga fjárhópinn um vorið, áður en prestur flutti.
Vera má, að Sigmundur hafi keypt sauðfé affleiri mönnum, en þá er ekki hægt að nafngreina nú eða tímasetja kaup.
Haldið var, að Sigmundur ætti jafnan einhverjar krónur heima, ef mögulegt var. Hann hefur ekki viljað vera alveg blankur, ef óvænt útgjöld bæru að. Er rétt að láta hér fljóta meðsmáfrásögn, sem getur stutt þetta haldmanna.
Magnús Jónsson, hálfbróðir Sigmundar, bjó á Galtastöðum út, gildur bóndi og talinn efnaður. Guðrún Jónsdóttir, fátæk ekkja, kom eitt sinn að Galtastöðum og bað Magnús aðlána sér nokkrar krónur, sem hana vantaði tilfinnanlega í svipinn. Sagði Magnús þá, að svo stæði á, að núna ætti hann engar krónur til og bætti síðan við : , , Komdu við í Gerði og heilsaðu Simba frá mér og biddu hann að lána mér þessar krónur, því að Simbi á oftast aura: `Þetta gerði Guðrún, og hló Sigmundur að þessum orðum bróður síns og lét Guðrúnuhafa krónurnar. Þessi Guðrún var móðir Halldórs Halldórssonar, sem kenndur var við Hjartarstaði. Hún hafði áður verið vinnukona á Galtastöðum hjá Magnúsi.
Sigmundur í Gunnhildargerði var lengi sýslunefndarmaður fyrir Tunguhrepp. Einnig var hann í hreppsnefnd, sóknarnefnd og sáttanefnd. Þá var hann einnig úttektar- og virðingarmaður. Sigmundur hafði eins og áður segir engrar skólamenntunar notið í æsku, en mest lært af lífinu sjálfu. Hann hefur sennilega mjög lítið lært í reikningi innan fermingar, en þótti samt á fullorðinsárum fljótur að reikna íhuganum, og bendir það til, að hann hafi a.m.k. fengið einhverja tilsögn í “einskonartölum` ` og kannski ofurlítið í brotum á unglingsárunum .
Sigmundur þótti fljótur að meta hús og farasamt mjög nærri um verðgildi þeirra.
Geir Stefánsson, hreppstjóri á Sleðbrjót, segir svo frá eftir að hafa grúskað í gjörðabókum Tunguhrepps, sem eru í Skjalasafninu á Egilsstöðum:
“Ekki gat ég komizt að því, hversu lengi afi hefur verið virðingarmaður í Tunguhreppi, en veit, að hann var það lengi og víðar en þar. Í mínum höndum eru virðingargerðir héðan úr Hlíðinni (Jökulsárhlíð, innsk.), sem hann hefur undirskrifað og eru gerðar fyrir aldamót. Ég veit, að hann var virðingarmaður með Páli á Vífilsstöðum og Birni, hreppstjóra á Rangá.
Páll sagði mér, að þegar þessir þrír menn voru aðmeta hús, þá hefði Sigmundur gengið inn í húsið og virt það fyrir sér smástund, litið svo yfir það að utan og sagt svo, hversu mikils virði þessi kofi væri. “En við Björn`; sagði Páll, “þóttumst vera
talsvert miklir menn og skólagengnir að auki og fórum og mældum og töldum rafta og falir og reiknuðum svo og reiknuðum. En endirinn var sávenjulegast, að okkur bar nokkurn veginn samanvið Sigmund.” Svo bætti Páll við: “Hann varglöggur Sigmundur minn og fljótur að átta sig á hlutunum.””
Þess má geta, að Björn Hallsson var gagnfræðingur frá Möðruvöllum 1898, og Páll Hermannsson gagnfræðingur frá Akureyri 1903.
Sigmundur var allgóður skákmaður og hafði gaman af að tefla. Ekki er líklegt, að hann hafi haft mikinn tíma til að æfa þá list á unglingsárum sínum eða fengið neina tilsögn í taflbrögðum. Mætti kannski frekar setja þetta í samband við hugareikningsfærni hans og ályktunargáfu. Á síðari árum Sigmundar var einsog hann fengi glímuskjálfta, sem lýsti sér í því, að annar fótur hans titraði og skalf dálítið meðan teflt var. Hann tefldi oft við Eirík son sinn, sem var slyngur skákmaður, og veitti ýmsum betur.
Sigmundur átti manntafl, líklega smíðað úrbirki. Það var að því leyti frábrugðið öðrum töflum, að peðið fyrir framan kónginn var íburðarmeira og skrautlegra en hin peðin, og var það kallað kóngspeð eða kóngslalli. Hafði kóngslallinn þá sérstöðu fram yfir önnur peð, að hann breyttist ekki í drottningu, ef hann komst upp í borð andstæðingsins, heldur varð hann ódrepandi og gekk eins og kóngurinn.Var mikið í húfi, að kóngspeð andstæðingsins kæmist ekki upp í manns eigið borð og yrði aðslíkum óvætti. Sumir kölluðu þetta kóngspeðfretstert, og mát, sem gert var með þessum kóngslalla fretstertsmát, og þótti mikil óvirðing að því að verða slíkt mát.
Þess var áður getið, að Sigmundur missti ungur föður sinn og varð þá aðalfyrirvinna móður sinnar og systkina. Með mikilli vinnu og útsjónarsemi tókst fjölskyldunni smámsaman að stækka búið eitthvað næstu 10 árin, þrátt fyrir mörg harðindaár. Þessi ár hafa verið Sigmundi erfið, og til þeirra má e.t.v. rekja heilsuleysi hans síðustu árin, sem hann lifði. Auðvitað urðu búskaparár Sigmundar honum einnig erfið, búið stækkaði, börnunum fjölgaði og heimilisfólkið varð æðimargt.
Sigmundur var ákafamaður, vann mikið og sparaði ekki sjálfan sig, þótt hann væri ekki alltaf heilsuhraustur og þjáðist af því, sem þá var kallað gigt. Hann þoldi t.d. ekki að ganga að slætti að staðaldri mörg búskaparár sín.Kaupstaðarferðir voru erfiðar. Sigmundur verzlaði á Seyðisfirði, og þangað var 12 tíma lestagangur frá Gunnhildargerði. Allar vörur voru fluttar á klökkum, þ.e. fluttar á hestum, sem kallaðir voru áburðarhestar. Á svona langri leið þurfti að æja (stanza og hvíla hestana) a.m.k. tvisvar sinnum. Þá þurfti að taka klyfjarnar ofan af hestunum, áður en hvílzt var, og síðan láta þær aftur upp, áður en lagt var af stað aftur.
Sigmundur fór allar kaupstaðarferðir sjálfur, meðan honum entist heilsa. Þorbjörg Einarsdóttir, sem var vinnukona í Gunnhildargerði í 33 ár, sagði, að Sigmundur hefði farið mjög illa með sig í þessum ferðum, sérstaklega þó, þegar hann var að sækja trjávið, sem þurfti til bygginga bæjarhúsa. Eftir að Sigmundur hætti alveg að ganga að slætti, vann hann flesta aðra vinnu við heyskap og sá um viðhald á búshlutum. Einnig ferjaði hann fólk, farangur og stundum fé yfir Fljótið, þó ekki væri lögferja undan Gunnhildargerði. Ferjutollur var aldrei tekinn.
Á veturna hirti Sigmundur lömbin og stundum hesta og sá um mölun á rúgi í myllunni, þegar nóg vatn var í Myllulæknum. Hann hjálpaði einnig til við tóskap. Sigmundur las einnig oft sögur, t.d. Íslendingasögur, á kvöldvökum fyrir heimilisfólkið, þegar það vann hljóðlega við tóskapinn. Hann þótti lesa vel og áheyrilega .
Á virkum dögum að vetri til las Sigmundur jafnan húslestur á kvöldin, áður en fólkið gekk til náða, og að lestri loknum Faðirvorið og blessunarorðin. Þá var sunginn sálmur. Var oftast sungið fyrir og eftir lesturinn, og sálminum þá skipt, fyrri hluti sunginn áður en lestur hófst, en síðari hluti á eftir lestri. Að því loknu setti fólkið hægri hönd fyrir augun og las Faðirvorið í hljóði (það var kallað að bæna sig) og signdi sig. Svo gengu allir heimilismenn til Sigmundar og tóku í hönd hans og sögðu: „Þakka þér fyrir lesturinn“, en hann svaraði: „Guð blessi þig.“
Byrjað var að lesa húslestra á virkum dögum um veturnætur. Hefur þá líklega verið lesið úr Mynsters hugleiðingum eftir Dr. J.P. Mynster, Sjálandsbiskup. Stúrms hugvekjur eftir Christópher Christján Stúrm voru einnig til á heimilinu, og má vera, að þær hafi stundum verið lesnar.
Þegar Langafasta (Sjöviknafasta) byrjaði, var farið að lesa passíuhugvekjur eða píslarhugvekjur, sem kallaðar voru, og þá voru stundum lesnir en oftast sungnir Passíusálmar Hallgríms Péturssonar. Ekki er vitað meðvissu úr hvaða bók var lesið. Líklegast er að lesið hafi verið í Fimtíu Hugvekjum eftir Dr.Pétur Pétursson, biskup, frekar en í Píningarsögu eftir Sveinbjörn Hallgrímsson eða FimtíuPíslar-Hugvekjum eftir síra Vigfús Jónsson, en þessar bækur voru til á heimilinu. Á sunnudögum var oftast lesið að degi til úr Prédikunum eftir Dr. Pétur Pétursson (venjulega nefnd húslestrarbók). Þótti mörgum, einkum yngra fólki, þeir lestrar langir og leiðigjarnir.
Á aðfangadagskvöld jóla um kl. 6, þegar piltar voru komnir inn frá gegningum og allir komnir í sparifötin sín, var húslestur lesinn og jólasálmar sungnir fyrir og eftir lesturinn. Að því loknu settist heimilisfólkið að hlöðnu matborði. Var þá fram borið það bezta af mat, er til var, þar á meðal laufabrauð, sem aðeins var búið til fyrir jólin og átti að endast fram á Þrettándann. Börn og fullorðnir fengu oftast kerti um jólin. Voru þau áður steypt úr tólk,en síðar voru flutt lítil, marglit vaxkerti til landsins. Voru þau keypt fyrir jólin, ef farið var í kaupstað.
Jólagjafir tíðkuðust ekki þá, nema allir áttu að fá a.m.k. eina nýja flík til að klæðast fyrir jólin. Einnig fengu allir skó úr sauðskinni, sem litað hafði verið svart úr sortulyngslegi.
Þessir skór voru með hvítri bryddingu úr eltiskinni. Alltaf voru prjónaðir leppar (loddar,oft röndóttir) eða rósóttir íleppar, sem hafðir voru í skónum. Ef einhver fékk ekki nýja flík fyrir jólin, var sagt að hann færi í jólaköttinn.
Ljós voru látin loga í baðstofunni alla jólanóttina til hátíðabrigða og einnig á nýársnótt.Ekki mátti spila á spil á aðfangadagskvöld og ekki heldur fyrri hluta jóladags. Á annan í jólum mátti spila, og spilaði Guðrún oft alkort við börnin og aðra, sem spila vildu um kvöldið.
Venja var að fara snemma á fætur á jóladagsmorgun. Var þá strax lesinn húslestur og sungnir jólasálmar fyrir og eftir lestur. Að því loknu settist fólkið við borð og drakk morgunkaffið með nógu kaffibrauði. Lét Guðrún leggja á borð, áður en lestur byrjaði. Að því búnu fóru piltar út til gegninga.
Meðan prestur sat á Kirkjubæ, var venja að messa þar á jóladag, og fór þá flest fullorðið fólk í Gunnhildargerði til kirkju. Eftir að séra Einar Jónsson, prófastur, flutti frá Kirkjubæ 1909, var hætt að messa þar á jóladag, og lögðust kirkjuferðir þá niður þann dag. Á gamlárskvöld og nýársdag mátti bæði spila og tefla.Var þá venjulega spilað púkk o.fl. spil, en þeir tefldu, sem það vildu heldur.
Sambúð þeirra Sigmundar og Guðrúnar í Gunnhildargerði þótti með afbrigðum góð, og heyrðist ekki, að þeim færi styggðaryrði í milli. Var talið, að Sigmundur færi vel með konu sína og vildi ekki að hún ynni gróf störf eða erfið. Var ekki örgrannt um að sumum þætti, að Sigmundur dekraði óþarflega mikið við hana og hefðu orð á því. Enginn gat þó sagt með sanni, að Guðrún ynni ekki fullkomlega á við aðrar húsmæður, því að fullyrða má, að henni féll aldrei verk úr hendi, þegar hún var heilbrigð, enda þurfti mikils með, þegar barnahópurinn stækkaði og heimilisfólki fjölgaði.
Guðrún vann ekki að staðaldri við heyskap nema fyrstu búskaparárin, en oft kom hún út á túnið stund og stund, þegar þurrkur var, og þótti þá muna um handtök hennar. Guðrún vann mikið bæði sumar og vetur og var vandvirk á allt, sem hún lagði hönd að. Á sumrin var fært frá, og barst þá mikil mjólk í bæinn úr ánum og kúnum, og mjólkinni þurfti aðbreyta í skyr, smjör og osta. Matarílátin þurfti að þvo vandlega úr sjóðandi vatni og sjóða sum, enda öll úr tré. Voru það skyrbyður,bakkar, skjólur, ostadallar, o.fl. ílát. Þá þurfti að gæta barna og sjá um þjónustustörf og matargerð handa mörgu fólki. Lét Sigmundur Guðrúnu hafa stúlku til hjálpar innanbæjarvið þessi störf.
Með haustinu kom sláturtíðin. Þá var komið með slengi frá Seyðisfirði, þar sem fénu hafði verið slátrað. Þurfti þá að hraða sláturgerð til þess að ekkert skemmdist, og var oft vakað fram eftir nóttum við hana. Ristla þurfti aðrista og gera úr lundabagga, hausa þurfti að klippa og svíða, og fætur þurfti að svíða og koma þessum mat í súr. Guðrún gerði alltaf slátrið sjálf og sá um suðu á því. Einnig varkindum og stundum stórgripum slátrað heimasíðar um haustið, og hófst þá önnur sláturgerð. Guðrún stjórnaði öllum þessum störfum. Vandaði hún alla matargerð og nýtti alltvel. Guðrún þótti búa til góðan mat og notalegan og vera myndvirk við alla matargerð. Varmikið hreinlæti haft við allan matartilbúning.
Guðrún bakaði gott kaffibrauð, og stundumsendi hún vinkonum sínum slíkt góðgæti íkassa, en það mátti helzt enginn vita nemasendimaður (en margur vissi samt!). Guðrún var gjafmild og mátti ekki aumt sjá án þess úr að bæta, ef mögulegt var.
Guðrún átti bók, sem heitir Kvennafræðarinn og er eftir frú Elínu Briem, líklega gefin út 1889 í Reykjavík. Leit Guðrún stundum í þá bók og hafði hana til hliðsjónar við bakstur og matargerð. Ekki er ólíklegt, að Guðrún hafi keypt bókina veturinn, sem hún dvaldist í Reykjavík.
Að haustönnum loknum var tekið til við tóskapinn. Föt á heimilisfólk, börn og fullorðna,þurfti að vinna heima úr ullinni. Vefa þurfti dúka (vaðmál) í vefstól í utanyfirföt, rúmföt og jafnvel nærföt, en nærföt voru þó stundumprjónuð á börnin, a.m.k. þau yngri. Einnig þurfti að prjóna í höndunum sokka, vettlinga
og jafnvel húfur, áður en prjónavélin kom árið 1911. Þetta var mikið verk á mannmörgu heimili, og stjórnaði Guðrún þessum störfum einsog öðrum innanbæjar. Var hún vön þeim fráveru sinni á Vífilsstöðum. Guðrúnu gekk vel að stjórna tóskapnum. Fékk hún hverjum verkvið sitt hæfi og var ekki orðmörg, þótt einhverjum óvönum gengi ekki vel nýtt starf, en leiðbeindi í rólegheitum.
Guðrún hafði vanizt því á Vífilsstöðum aðspinna nær allan daginn síðustu veturna, sem hún var þar. Hún spann líka lengi á daginn í Gunnhildargerði og oft smátt band í fína dúka, er ætlaðir voru í peysuföt eða svuntur,sem áður getur. Hún spann sérstaklega fínt band, sem fara átti í skotthúfur, og prjónaðimargar slíkar.
Guðrún hélt við þeim sið sem og margir gerðu að “halda upp á vökustaurinn” sem kallað var, þ.e. gefa heimilisfólki vökustaursbita. („Vökustaurinn“ byggist á gömlum sið,sjá Þjóðsögur Jóns Árnasonar, II. bindi, bls.547, Rvík. 1954). Eitthvert kvöld í fyrstu vikujólaföstu fór Guðrún með fyrra móti fram í búr til að skammta fólkinu kvöldmatinn, og varfarið frekar leynt með, hvað til stóð, en margir vissu, einkum þó börnin. Síðan báru stúlkur matinn inn í baðstofu til fólksins. Fékk hvermaður sinn disk með góðmeti á, t.d. ýmsum súrmat (sviðum, lundabagga m.a.), hangikjötsbita eða magál, nýbökuðu brauði meðsmjöri og rúllupylsu o. fl. Þessi matarglaðningur (vökustaurinn) hefur átt að sýna þakklæti húsbænda til hjúa fyrir vel unnin störf við tóskapinn og kannski einnig átt að vera hvatning til meira áframhalds við hann.
Gestagangur var stundum mikill í Gunnhildargerði. Voru bæði hjónin gestrisin, og þótti þeim vænt um, þegar frændur og vinir heimsóttu þau. Var þá oft margt spjallað og gamanmálum hreyft. Sumir dvöldust “gestanæturnar” að vetrarlagi, og var þá oft gripið íspil. Var gestum jafnan veittur eins góður beini og hægt var.
—
Hjónin í Gunnhildargerði voru bókhneigð að eðlisfari, en gáfu sér sjaldan tíma til lestrar Sigmundur las Íslendingasögurnar, rímur; þjóðsögur og ýmsan gamlan fróðleik, sem að hendi barst. Hann vissi skil á ýmsum kenningum, sem notaðar voru í rímum. Guðrún las helzt skáldsögur, margar á dönsku (með gamla gotneska letrinu), eftir að hún var lögzt til hvílu á kvöldin. Ekki er vitað, hvar eða hvenær hún hefur fengið tilsögn í dönsku. Verið getur, að það hafi verið í Reykjavík veturinn, sem hún dvaldist þar, eða veturinn, sem fröken Friðrika var kennari í Gunnhildargerði.
Bókaeign Sigmundar var nokkur. Átti hann bókaskáp með gleri í hurðum. Í honum var talsvert af bókum, og sumar bækur voru geymdar annars staðar. Skulu þær bækur nefndar hér, sem munað er eftir (sumar þeirra eru til ennþá):
Til voru Íslendingasögur allmargar, sem Sigurður Kristjánsson gaf út, í gylltu bandi. Ennfremur Þjóðvinafélagsalmanök flestöll frá byrjun. Þau voru mikið lesin og lánuð og illa farin, þótt bundin hefðu verið. Eitthvað var til af Nýjum félagsritum, sem Jón Sigurðsson gaf út. Árbækur Jóns Espólíns, sem talsvert vantaði í, líklega bundnar tvisvar og illa skornar. Einhverjar konungasögur, t.d. Ólafs konungs helga Haraldssonar, útg. í Kaupmannahöfn 1829. Einhver hluti af Fjölni var til, en hann var seldur á uppboði í október árið 1912 ásamt fleiri bókum. Kvæðabækur nokkrar voru í skápnum, t.d. kvæðabók Kristjáns Jónssonar, Bjarna Thorarensen, Jóns Ólafssonar, Páls
Ólafssonar og Þyrnar Þorsteins Erlingssonar.
Í bókaskápnum voru einnig: Rit umjarðelda á Íslandi eftir Markús Loftsson, Reykjavík 1880, Tvær sögur um útlenda merkismenn (I. Franklins æfi, II. Þarfur maður í sveit), Kaupmannahöfn 1839, Smásögur, safnað og íslenzkað hefur P Pétursson, Reykjavík 1859, Hrólfur, Narfi, Brandur, leikrit eftir Sigurð Pétursson, Melablóm, samið af Guðmundi Hjaltasyni, Akureyri 1882, Sunnanfari l.-6. árg. Kaupmannah. Reykjavík 1891-1897, Nanna 1. og 2. hefti útg. Jón Ólafsson, Eskifirði 1878, Skuld, ritstjóri Jón Ólafsson, Eskifirði Kaupmannahöfn Reykjavík 1.-5. árg. 1877-1883 (1. og 5. árg. ekki heilir), Ljóða Smámunir af Sigurði Breið fjörð, Kaupmannahöfn 1836 og Rímur af Gunnari á Hlíðarenda orktar af Sigurði Breið fjörð, Akureyri 1860. Fleira var til eftir Sigurð Breiðfjörð. Einhverjar fleiri rímur voru til og fáeinar sögubækur.
Talsvert var til af guðsorðabókum, t.d. : Biblía útg. í Reykjavík 1859, Andlegt sálmasafn eftir Ólaf Indriðason prest á Kolfreyjustað, Akureyri 1857, Andlegir Sálmar og Kvæði eftir Hallgrím Pétursson, Viðeyjar Klaustri 1834, Passíusálmar, sálmabækur, húslestrabækur o.fl.
Guðrún átti Ljóðmæli Jónasar Hallgrímssonar útg. í Kaupmannahöfn 1883, Dönsku orðabókina eftir Konráð Gíslason útg. í Kaupmannahöfn 1851, Biblíu útg. í Viðey 1841 og Sálma og kvæði eftir Hallgrím Pétursson útg. í Reykjavík 1890, sem hún leit oft í.
Sigmundur var mörg ár áskrifandi að blaðinu Austra, sem gefið var út á Seyðisfirði. Einnig keypti hann lengi blaðið Ísafold. Hann fékk líka í mörg ár Lögberg og Heimskringlu frá Kanada.
Bæði hjónin, Sigmundur og Guðrún, voru nokkuð fróð um ættfræði og töluðu oft um ættir síðari ár sín.
Hjónin í Gunnhildargerði gerðu ekki víðreist um dagana, nema um Austurland, aðallega um Fljótsdalshérað og til Seyðis fjarðar og Borgar fjarðar. Guðrún fór þó til lækninga til Reykjavíkur, sem áður er getið, og Sigmundur fór einu sinni til Akureyrar á Gránufélagsfund með fleirum af Austurlandi. Fór hann þá með fleiri fundarmönnum fram að Grund til að sjá þann stóra stað, t.d. kirkjuna, sem Magnús Sigurðsson, bóndi á Grund, lét reisa þar árið 1905. Sigmundur fékk hest lánaðan hjá séra Geir Sæmundssyni, sem hann þekkti vel, síðan hann var prestur á Hjaltastað. Fór Sigmundur ríðandi fram að Grund, líklega með fleirum, en aðrir fóru akandi á hestvögnum. Slíkir vagnar til mannflutninga voru þá kallaðir drossíur á Akureyri.
—
Smám saman fór heilsu Sigmundar hrakandi, svo að hann varð ekki vinnufær, og síðustu árin var hann algjör sjúklingur. Vaka þurfti yfir honum að mestu síðustu árin, því hann gat lítið hreyft sig í rúminu og þoldi illa að liggja nema stuttan tíma í sömu stellingum. Þurfti þá að snúa honum og hagræða eftir óskum hans og þörfum. Hann var alltaf klæddur á daginn og sat þá í rúminu upp við dogg, þoldi það einna bezt. Hann gat gengið stuttan spöl beint áfram, ef hann var reistur á fætur, en það þurfti að snúa honum til þess að hann gæti breytt um stefnu.
Katrín, dóttir Sigmundar, hjúkraði honum mest og hagræddi á næturnar, fyrst eftir að hann varð svo máttfarinn, að hann gat treglega eða ekki hagrætt sér sjálfur, og bræður hennar einnig, þegar með þurfti. Katrín gifti sig og fór að heiman um mitt sumar 1922. Þá tóku synir hans við, og önnuðust þeir föður sinn síðustu árin.
Sigmundur bar sjúkdóm sinn ótrúlega vel, mætti honum með karlmennsku og þolinmæði og æðraðist ekki eða kvartaði. Kom jafnvel fyrir, að hann brosti eða hló að þessu getuleysi sínu. Þessa vanheilsu Sigmundar nefndu sumir gigt, slit af of mikilli vinnu eða taugasjúkdóm. Læknar gátu ekkert fyrir hann gert.
Þrátt fyrir líkamlega vanheilsu hélt Sigmundur andlegri heilsu og fylgdist vel með því sem gerðist.
Veikindi Sigmundar síðustu árin tóku mjög á Guðrúnu konu hans og ollu henni hryggð og
kvíða, og reyndi hún að hjálpa og létta honum stundirnar eftir megni.
Guðrún var trúhneigð kona. Hafði hún sína barnatrú, og hefur það sjálfsagt létt henni marga raun. Hún kenndi börnum sínum bænir og sálma og fleira gott orð (vers), og það mun Sigmundur líka hafa gert, þó e.t.v. í minna mæli væri.
Guðlaug, dóttir þeirra, tók oft eftir því, að móðir hennar sagði eitthvað í lágum hljóðum, þegar hún skammtaði fólkinu matinn. Reyndi Guðlaug eitt sinn að komast að því, hvað hún væri að segja, færði sig nær henni og heyrði þá, að móðir hennar var að biðja guð að blessa matinn.
Á síðustu búskaparárum Sigmundar og Guðrúnar minnkaði bústofn þeirra mikið af ýmsum orsökum. Þau hættu búskap vorið 1919. Sigmundur var þá orðinn mjög sjúkur, búið lítið og skuldir nokkrar. Tók þá Eiríkur, sonur þeirra, við búinu og skuldunum. Var Guðrún húsmóðir áfram fyrir búinu hjá Eiríki.
Sigmundur andaðist í Gunnhildargerði 18. janúar 1925 og Guðrún 8. ágúst sama ár. Voru þau jarðsett hlið við hlið í kirkjugarði Kirkjubæjar, skammt frá austurstafni kirkjunnar. Legsteinn er á leiði þeirra.
Eiríkur Sigmundsson hætti búskap í Gunnhildargerði vorið 1926. Tók þá Jón, bróðir hans, við jörðinni og bjó þar með fjölskyldu sinni til æviloka.
Sigfús B. Sigmundsson skráði.