Rökkursaga Sigmundar

rokkursogurÍ tímaritinu Nýtt kirkjublað (1. október 1913) má finna frásögn af því þegar Sigmundur í Gunnhildargerði sagði Magnúsi Bjarnasyni frá dulræanum atburðum. Þar segir m.a.:

Þegar Jónas flutti að Eiðum frá Ketilsstöðum, fór að búa þar ungur maður, að nafni Jón og var sonur Jóns gamla snikkara á Torfastöðum í Jökulsárhlíð. Var hann þá nýgiftur systur Guðrúnar, konu Sigmundar sýslunefndarmans Jónssonar í Gunnhildargerði í Hróarstungu (nafni konunnar hefi eg gleymt), bjuggu þau þar fáein ár og fluttu svo til Ameríku. Seint um veturinn, áður en þau um vorið fóru vestur, var eg á ferð í Hróarstungunni og gisti í Gunnhildargerði. Sagði Sigmundur mér þá um kveldið, að þau hjónin á Ketilsstöðum hefðu nýskeð verið þar með ungum syni sínum á 4. eða 5. ári, að kveðja.
Einhvern tíma um kveldið leiddi eg talið að dulrænum efnum við Sigmund, og sagði hann mér þá að það hefði verið einkennileg saga, sem þau hjón frá Ketilsstöðum hefðu sagt þeim hjónunum, um drenginn þeirra, sem þau voru með sér:

Það hefði verið eitthvert kveld þá um veturinn, þegar búið var að kveikja og allir voru uppi á baðstofulofti, en stigagatið stóð opið (baðstofan var portbygð), að drengurinn þeirra, sem var að leika sér frammi á baðstofuloftinu kom alt í einu hlaupandi dauðhræddur upp i fangið á móður sinni og sagði henni, að það væri dálítill strákur í stigagatinu, sem hefði ætlað að taka í sig, þegar hann kom nálægt því, og væri að gretta sig og skæla framan i sig. Lýsti hann honum alveg eins og Halldór Jónasson hafði áður lýst honum við móður sína. Sigmundur sagði að síðan þetta kveld hefði drengur Jóns séð þennan strák þráfaldlega á kveldin, þegar búið var að kveikja, ýmist í stigagatinu, eða í skotum í baðstofunni þar sem skugga bar á, og var hann þá að gretta sig framan í barnið og gjöra sig líklegan að grípa í það. Varð drengurinn svo hræddur af öllu þessu, að hann þorði ekki sig að hreifa á kveldin, og töldu foreldrar hans sig mundu hafa orðið i vandræðum með hann, ef þau hefðu átt að vera þarna
lengur. En aldrei sá fullorðna fólkið neitt.

Síðar sagði eg í trúnaði þeim Eiðahjónum þessa sögu og spurði hvort þau hefðu sagt nokkrum frá því, er drengirnir þeirra höfðu séð, en þau kváðu mig vera hinn eina, sem þau hefðu minst a þetta við. Enda mundu allir hlægja að þessari vitleysu, ef hún kæmist í hámæli, og báðu mig að orða þetta ekki við neinn, og sama mun Sigmundur hafa gjört. Hefi eg og gjört það að þessu. En að eg nú rýf þögnina, kemur af því, að ástæðurnar fyrir þögninni eru nú fallnarað mestu burt, þar sem skoðanir manna á síðustu árum hafa mjög breyst í þessum efnum í þá átt, að hlæja ekki fíflahlátri að öllu er óskiljanlegt þykir og telja það hógiljur einar eða jafnvel uppspuna, og svo hefir ritstjóri Kirkjublaðsins óskað eftir að eg vildi senda blaðinu eina rökkursögu. Datt mér þessi viðburður í hug, þegar eg um daginn las í ísafold undir fyrirsögninni „Frá furðuströndum” frásöguna um drenginn er sá konuna. Bið eg þá er hlut eiga að mali, að misvirða ei, þó eg hafi skýrt frá viðburði þessum, sem eg tel ekki ómerkilegan og veit að er sannur.

Magnús Bjarnarson.

Sjá hér á tímarit.is

Sjá hér í PDF skjölum:

Rökkursögur 1
Rökkursögur 2
Rökkursögur 3

Leave a Reply