1e Jón Sigmundsson

1e Jón Sigmundsson, f. 9. maí 1890 í Gunnhildargerði, d. 14. október 1890 í Gunnhildargerði.

 

Til Sigmundar og Guðrúnar í Gunnhildargerði

Nú brenna tár á ykkar hreldu hvörmum,
nú hefir dauðinn tekið ykkar son,
er áður hvíldi á ykkar beggja örmum
og ykkar var hin bezta lífsins von.
Sorgbitinn faðir, sjá hann er dáinn,
syrgjandi móðir, feldu tár við náinn.

Sof þú nú blessað barn í grafar húmi
blundi værum langa dauðans nótt,
þó að sé kalt í þínu þröngva rúmi,
þér mun sofnast undur blítt og rótt.
En sál þín á gott í Jesú ástarörmum,
með eigin hendi þerrar hann tár af hvörmum.

Björn Hjörleifsson

Vefsíða Jóns.